Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ætlar að reyna einu sinni í viðbót við Michael Edwards
Edwards hér með Jurgen Klopp.
Edwards hér með Jurgen Klopp.
Mynd: Liverpool.com
Liverpool fagnar marki.
Liverpool fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að vinna í því að ráða yfirmann fótboltamála áður en nýr stjóri verður ráðinn til félagsins.

Það verða miklar breytingar á Liverpool í sumar er Jürgen Klopp hættir. Aðstoðarmenn hans hætta einnig og þá er Jörg Schmadtke, yfirmaður fótboltamála, hættur.

Efstur á lista Liverpool fyrir starf yfirmanns fótboltamála virðist vera Michael Edwards. Flestir stuðningsmenn Liverpool ættu að kannast við hann, en það má segja að hann hafi verið heilinn á bakvið endurbyggingu Liverpool ásamt Klopp.

Edwards hætti hjá Liverpool árið 2022 eftir að hafa sinnt stöðu yfirmanns íþróttamála en áður vann hann í greiningardeild félagsins.

Edwards er núna eigandi Ludonautics sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir eigendur íþróttafélaga sem eru í leit að því að bæta árangur innan sem og utan vallar.

Liverpool hefur núna í nokkrar vikur reynt að fá Edwards til baka til félagsins en það hefur engan árangur borið. Fabrizio Romano segir að stjórnendur Liverpool ætli að gera eina tilraun í viðbót. Eigendur Liverpool vilja að Edwards stjórni uppbyggingu félagsins þegar Klopp hættir.

Ef Edwards svarar neitandi þá mun Liverpool snúa sér að öðrum möguleikum í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner