Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. mars 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla að klára tímabilið á 4-6 vikum bakvið luktar dyr
Mynd: Getty Images
Samkvæmt grein Mirror í kvöld hefur Premier League og Football League (B-D deildarsamtökin) samþykkt svokallaða júlíáætlun.

Áætlað er að klára leikina sem eru eftir á 4-6 vikna tímabili fyrir luktum dyrum. Flest lið eiga níu leiki eftir.

Leikið yrði fyrir luktum dyrum til að takmarka líkur á kórónaveirusmiti. Yfirvöld deildana vilja gera allt til að klára tímabilið til að takmarka fjárhagslegt tap á sjónvarpsrétti.

Tap á leikdagstekjum myndi koma sér mjög illa fyrir liðin í neðrideildum. Eins og staðan er núna er öllum leikjum frestað til 30. apríl í það minnsta og samkomubann til 13. apríl. Þá mættu lið byrja að æfa saman sem lið.
Athugasemdir
banner
banner