Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti: Klopp sagði það glæpsamlegt að spila leikinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Klopp sagði að spila leikinn gegn Atletico í þessum aðstæðum með fullan leikvang væri glæpsamlegt."

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir frá samtali við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Ancelotti brýnir fyrir fótboltasamfélaginu að einbeita sér að alheimsheilsu á tímum kórónaveirunnar og varar við því að einhver skerðing verði á hlutunum og leikmenn muni fá lægri tekjur.

Liverpool lék gegn Atletico þann 11. mars og var 0-1 undir eftir fyrri leikinn. Atletico vann seinni leikinn 3-2 og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég heyrði í Klopp fyrir skömmu og ég er sammála hans skoðun," sagði Ancelotti við Corriere dello Sport.

„Við lifum á fordæmalausum tímum og hann mun breyta okkur. Það verður skerðing alls staðar og hún mun einnig verða í fótboltanum. Það sem mikilvægast er í dag er heilsa og takmörkun smita. Þegar kemur að því að byrja aftur og klára leiktíðina.. trúið mér, mér er alveg sama. Á þessari stundu er það það síðasta sem ég er að hugsa um."

„Ég heyri talað um skerðingu launa, frestun launagreiðslna. Það virðist óumflýjanlegt. Sjónvarpstekjur munu vera minni, leikmenn og stjórar munu fá minna í vasann, miðar á völlinn munu kosta minna því fólk mun hafa minna milli handanna."

„Ég endurtek það sem skiptir máli núna er að berjast við veiruna. Í kjölfarið má hugsa um að klára tímabilið annars er það amen,"
sagði Ancelotti að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner