Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingó Sig velur úrvalslið Pepsi Max
Snýst allt um að halda bolta í þessu úrvalsliði.
Snýst allt um að halda bolta í þessu úrvalsliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég átta mig á því að það er algjörlega galið að bekkja Hannes. Mynd af Antoni Ara sem ver mark þessa úrvalsliðs.
Ég átta mig á því að það er algjörlega galið að bekkja Hannes. Mynd af Antoni Ara sem ver mark þessa úrvalsliðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans aðalhlutverk í uppspili verður að þræða boltann með skásendingu upp á vinstri áttuna. Mynd af Damir Muminovic.
Hans aðalhlutverk í uppspili verður að þræða boltann með skásendingu upp á vinstri áttuna. Mynd af Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þarf ekki einu sinni að segja af hverju. Mynd af Óskari erni.
Ég þarf ekki einu sinni að segja af hverju. Mynd af Óskari erni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi Skúlason er valinn framyfir Alex Þór Hauksson.
Ólafur Ingi Skúlason er valinn framyfir Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson 27 ára knattspyrnumaður sem lék á síðustu leiktíð með Leikni Reykjavík. Í vetur skipti hann yfir í KV en hann hefur áður leikið með Þrótti R., Ólafsvíkur Víkingum, KH, Fram og Gróttu í meistaraflokki.

Ingólfur er uppalinn hjá Val en lék einnig með KR í yngri flokkunum. Ingólfur gekk í raðir Heerenveen í Hollandi árið 2008. Ingó hefur síðustu ár fylgst vel með gangi mála í efstu deild á Íslandi og leitaði fréttaritari til hans til að velja úrvalslið Pepsi Max-deildar karla.

Reglurnar eru einfaldar; Besta mögulega liðið, annars er þetta frjáls aðferð. Ingólfur rökstuddi val sitt og má sjá það auk rökstuðnings hér að neðan.



Texti Ingólfs:
Leikkerfi: 4-3-3; Þemað er einfalt. 95% possession. Allt undir það er vonbrigði.

GK: Anton Ari. Ég átta mig á því að það er algjörlega galið að bekkja Hannes, en ég treysti engum betur en Antoni Ara til að stýra uppspilinu.

RB: Birkir Már Sævarsson er einn af fáum leikmönnum í kringum fertugt sem hefur ekki misst neinn hraða. Ég vil fá Birki ofarlega á völlinn og taka eins mikinn þátt í sóknarleiknum og hægt er.

CD: Damir Muminovic er hægra megin í vörninni. Sterkur, hraður og geggjaður í fótunum. Hans aðalhlutverk í uppspili verður að þræða boltann með skásendingu upp á vinstri áttuna. Ég geri sterklega ráð fyrir að Óskar Hrafn sé búinn að fara yfir það með honum. Halldór Smári er mér ofarlega í huga eftir frábæra frammistöðu í síðasta þætti Draumaliðsins hjá hinum virta fjölmiðlamanni, Jóa Skúla. Ég vil síðan vera með ball playing örvfættan miðvörð. Halldór leysir alla pressu því hann er rólegur, skilur leikinn og með geggjaðan fót.

LB: Kristinn Jónsson. Besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra samkvæmt King Mike og þegar hann talar þá hlusta menn. Kiddi á að fara hátt á völlinn eins og Birkir Már.

DMC: Ólafur Ingi Skúlason. Með tvo bakverði sem fara hátt upp á völlinn er nauðsynlegt að vera með djúpan miðjumann sem kann að staðsetja sig. Svo er fínt að vera með Ólaf Inga alltaf í 30 metra radíus við dómarann til að leikstýra honum.

MC: Tvær áttur. Hægra megin er Pálmi Rafn Pálmason og vinstra megin er Guðjón Pétur Lýðsson. Nú hugsar einhver að þetta gengi ekki upp á miðjunni þar sem þeir eru hvorugir einhver physical beast, en þetta er fótbolti – ekki Crossfit. Þeir eru hraðari en allir í hausnum, með góða tækni og vita hvert á að senda hverju sinni.

LW: Tryggvi Hrafn Haraldsson fær frjálsa rullu vinstra megin á vellinum. Vil samt hafa hann eins ofarlega á vellinum og hægt er því hann er geggjaður í kringum teiginn.

RW: Óskar Örn Hauksson. Ég þarf ekki einu sinni að segja af hverju.

FW: Óttar Magnús Karlsson er í níunni. Einn besti framherji deildarinnar og getur allt sem góður framherji þarf að kunna. Ég hef mikla trú á honum fyrir sumarið.

Varamannabekkur:
Hannes Þór Halldórsson – fínasti varamarkmaður
Arnar Sveinn Geirsson – nauðsynlegt að vera með forseta Leikmannasamtakana í hóp í þessu árferði
Sölvi Geir Ottesen eða Kári Árnason – get ekki valið á milli
Alex Þór Hauksson – gæti alveg verið þarna í staðinn fyrir Ólaf Inga
Hilmar Árni Halldórsson – sorrí Hilmar
Brynjólfur Andersen – rebrandaði sig fullsnemma
Patrick Pedersen – valið var tæpt á milli hans og Óttars


Fyrri úrvalslið:
Hrafnkell Freyr velur úrvalslið Pepsi Max
Jói Skúli velur úrvalslið Pepsi Max
Steve Dagskrá velur úrvalslið Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner