
Það þarf kraftaverk að gerast svo að Beth Mead spili með Englendingum á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.
Þetta segir landsliðsþjálfari Englendinga, Sarina Wiegman.
Þetta segir landsliðsþjálfari Englendinga, Sarina Wiegman.
Mead sleit krossband í 3-2 tapi Arsenal gegn Manchester United í nóvember síðastliðnum.
Sóknarmaðurinn öflugi var í lykilhlutverki er England varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hún var eftir mótið valin besti leikmaður EM.
„Ég hef rætt við hana og það gengur vel í endurhæfingunni, en HM kemur aðeins of snemma. Ég býst ekki við að hún verði með á mótinu, við þurfum kraftaverk," sagði Wiegman við fréttamenn er hún var spurð út í Mead.
Þetta er afar svekkjandi fyrir enska liðið sem þykir til alls líklegt á mótinu í sumar.
Athugasemdir