Það eru sjö leikir á dagskrá í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en veislan hefst í Georgíu þar sem Khvicha Kvaratskhelia og félagar eru tilbúnir til að mæta Martin Ödegaard og vinum hans frá Noregi.
Erling Braut Haaland er fjarverandi vegna meiðsla en Norðmenn byrjuðu undankeppnina á 3-0 tapi á Spáni um helgina á meðan Georgía spilaði vináttuleik við Mongólíu og vann 6-1, án þess að nota Kvaratskhelia. Þetta verður erfið þraut fyrir Norðmenn en engu að síður skyldusigur ef frændur okkar vilja eiga möguleika á sæti á EM.
Skotland og Spánn eigast svo við í toppslagi A-riðils eftir að hafa bæði unnið þriggja marka sigra í fyrstu umferð. Scott McTominay skoraði tvennu í sigri Skota á heimavelli gegn Kýpur á meðan Joselu kom inn af bekknum til að setja tvennu og innsigla þannig sigur Spánverja á lokamínútum leiksins gegn Noregi.
A-riðill:
16:00 Georgia - Noregur
18:45 Skotland - Spánn
Tyrkland og Króatía eigast svo við í áhugaverðum D-riðli þar sem Tyrkir eru með þrjú stig eftir nauman sigur gegn Armeníu í fyrstu umferð. Króatar eru aðeins með eitt stig eftir grátlegt jafntefli gegn Wales í fyrstu umferð.
Walesverjar taka á móti Lettlandi og geta komið sér í þokkalega stöðu í toppbáratunni með sigri þar.
Að lokum eru þrír leikir á dagskrá í I-riðli, þar sem topplið Sviss og Rúmeníu eiga heimaleiki við Ísrael og Hvíta-Rússland.
Kósovó og Andorra eigast einnig við í kvöld.
D-riðill:
18:45 Tyrkland - Króatía
18:45 Wales - Lettland
I-riðill:
18:45 Sviss - Ísrael
18:45 Rúmenía - Belarús
18:45 Kósovó - Andorra