Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti hættir hjá Real Madrid eftir tímabilið - Tekur við brasilíska landsliðinu
Carlo Ancelotti mun taka við brasilíska landsliðinu í sumar
Carlo Ancelotti mun taka við brasilíska landsliðinu í sumar
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti hættir með Real Madrid eftir yfirstandandi leiktíð og mun taka við brasilíska landsliðinu en þetta er fullyrt í Athletic.

Athletic segir samkvæmt heimildum að Ancelotti hafi tjáð leikmönnum að hann hafi ákveðið að hætta eftir tímabilið.

Það hefur lítið gengið hjá Madrídingum á þessari leiktíð. Liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, tapaði í bikarúrslitum gegn Barcelona um helgina og er þá fjórum stigum á eftir Börsungum í titilbaráttunni.

Ancelotti telur sig þurfa nýja áskorun og hefur hann ákveðið að kalla þetta gott á Spáni, en hann hefur náð samkomulagi við brasilíska fótboltasambandið um að stýra karlalandsliðinu á HM á næsta ári.

Hann mun taka við landsliðsþjálfarastöðunni í sumar og gæti því stýrt landsliðinu gegn Ekvador og Paragvæ í undankeppni HM í júní.

Talið er að Xabi Alonso muni taka við keflinu af Ancelotti hjá Real Madrid, en hann er með heiðursmannasamkomulag við Bayer Leverkusen um að hann félagið leyfi honum að fara ef Real Sociedad, Liverpool, Bayern München eða Real Madrid koma á eftir honum.
Athugasemdir
banner