Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 28. maí 2023 08:50
Elvar Geir Magnússon
Benfica meistari í Portúgal eftir fjögurra ára bið
 Antonio Silva, leikmaður Benfica, mættur í miðbæ Lissabon til að fagna titlinum.
Antonio Silva, leikmaður Benfica, mættur í miðbæ Lissabon til að fagna titlinum.
Mynd: EPA
Benfica tryggði sér í gær portúgalska meistaratitilinn en liðið hafði síðast unnið titilinn 2019.

Benfica vann Santa Clara 3-0 í lokaumferðinni en ef liðið hefði tapað þá hefði opnast möguleiki fyrir Porto að verða meistari.

Mörk frá Goncalo Ramos, Rafa Silva og Alex Grimaldo tryggðu lærisveinum Roger Schmidt sigur í deildinni.

Þetta er í 38. sinn sem Benfica vinnur portúgalska meistaratitilinn en það er met í landinu. Porto hefur unnið titilinn 30 sinnum.

Benfica tapaði aðeins fjórum leikjum á tímabilinu en þrír af þeim komu á níu daga kafla í apríl.
Athugasemdir
banner
banner