Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómarinn viðurkennir að ekki átti að dæma víti á Axel Óskar
Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valerenga vann 2-1 sigur á Viking í norsku úrvalsdeildinni í gær.

Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrra mark Valerenga á 18. mínútu leiksins, en hann klúðraði svo vítaspyrnu eftir rúman klukkutíma í leiknum. Valerenga fékk vítaspyrnuna eftir að dómarinn mat það svo að boltinn hefði farið í höndina á Axel Óskari Andréssyni, varnarmanni Viking.

Eftir að dómari leiksins, Espen Eskås, sá endursýningu þá fannst honum hins vegar dómurinn ekki réttur. Hann ræddi atvikið við TV2 eftir leikinn.

„Við áttum að dæma hornspyrnu. Þetta var stranglega dæmt og ákvörðunin var röng," sagði Eskås sem gaf greinilega kost á sér í viðtal eftir leik.

Fyrir áhugasama má sjá vítaspyrnudóminn og vítaspyrnuna hérna að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner