Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 15:26
Elvar Geir Magnússon
Man Utd nær samkomulagi við Feyenoord um Malacia
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United hafi skyndilega stigið inn og reyni að fá hollenska bakvörðinn Tyrell Malacia frá Feyenoord.

Að hans sögn er United búið að ná samkomulagi um 15 milljóna evra kaupverð á þessum 22 ára leikmanni. Nú sé boltinn hjá leikmanninum sjálfum.

Það virtist allt stefna í að hann færi til Lyon áður en United skarst í leikinn.

Malacia er 22 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur alla tíð spilað fyrir Feyenoord. Malacia lék sinn fyrsta landsleik fyrir Holland í september á síðasta ári og hefur síðan þá spilað fjóra landsleiki.

Hann lék 50 leiki í öllum keppnum með liðinu á síðustu leiktíð og tókst að heilla njósnara um alla Evrópu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner