Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýr kafli hafinn hjá Cole Campbell
Á landsliðsæfingu síðasta haust.
Á landsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn William Cole Campbell sýndi frá því á Instagram reikningi sínum í gær að hann væri mættur til þýska félagsins Dortmund. Cole á bandarískan föður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundardóttir, sem skoraði sjö mörk í tíu leikjum fyrir íslenska kvennalandsliðið.

Fótbolti.net greindi frá því síðasta haust að Dortmund hefði áhuga á leikmanninum og í vetur var staðfest að hann færi til þýska félagsins í sumar. Cole er sextán ára gamall og lék með yngri flokum FH síðustu ár.

Hann kom við sögu í einum leiki í efstu deild í fyrra með FH, einum í vor en skipti svo yfir í Breiðablik síðasta mánuðinn fyrir Þýskalandsferðina. Hjá Breiðabliki kom hann við sögu í einum leik í Bestu deildinni.

Fyrir áramót lék Cole fimm leiki með U17 landsliði Íslands og skoraði tvö mörk.

Sjá einnig:
FH selur ungan leikmann til Dortmund
Cole Campbell farinn í Breiðablik og verður þar fram í júlí


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner