Írena Héðinsdóttir Gonzalez var hetja Breiðabliks þegar liðið vann Þór/KA í framlengdum leik í Mjólkurbikarnum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 2 Breiðablik
„Ég held að þetta hafi ekki verið endilega besti fótboltinn. Þetta snérist bara um hvort liðið yrði baráttumesta liðið á vellinum og hver ætlaði að koma boltanum inn í markið," sagði Írena.
Írena skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu.
„Það er mikilvægt að koma boltanum í rétta svæðið og það hjálpar auðvitað að hafa vindinn í þessu. Maður er búin að vera reyna þetta, sérstaklega þegar maður er búinn að vera fá margar hornspyrnur er frábært að koma loksins einum í netið," sagði Írena.
Breiðablik hefur tapað í úrslitum Mjólkurbikarsins tvö ár í röð. Liðið er í hefndarhug.
„Það þarf að hefna fyrir seinustu ár. Það eru allir gríðarlega spenntir að komast aftur á völlinn og klára þetta núna," sagði Írena.