Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 28. júní 2024 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Írena Héðinsdóttir Gonzalez var hetja Breiðabliks þegar liðið vann Þór/KA í framlengdum leik í Mjólkurbikarnum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Breiðablik

„Ég held að þetta hafi ekki verið endilega besti fótboltinn. Þetta snérist bara um hvort liðið yrði baráttumesta liðið á vellinum og hver ætlaði að koma boltanum inn í markið," sagði Írena.

Írena skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu.

„Það er mikilvægt að koma boltanum í rétta svæðið og það hjálpar auðvitað að hafa vindinn í þessu. Maður er búin að vera reyna þetta, sérstaklega þegar maður er búinn að vera fá margar hornspyrnur er frábært að koma loksins einum í netið," sagði Írena.

Breiðablik hefur tapað í úrslitum Mjólkurbikarsins tvö ár í röð. Liðið er í hefndarhug.

„Það þarf að hefna fyrir seinustu ár. Það eru allir gríðarlega spenntir að komast aftur á völlinn og klára þetta núna," sagði Írena.


Athugasemdir