Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 28. júní 2024 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Írena Héðinsdóttir Gonzalez var hetja Breiðabliks þegar liðið vann Þór/KA í framlengdum leik í Mjólkurbikarnum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hana eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Breiðablik

„Ég held að þetta hafi ekki verið endilega besti fótboltinn. Þetta snérist bara um hvort liðið yrði baráttumesta liðið á vellinum og hver ætlaði að koma boltanum inn í markið," sagði Írena.

Írena skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu.

„Það er mikilvægt að koma boltanum í rétta svæðið og það hjálpar auðvitað að hafa vindinn í þessu. Maður er búin að vera reyna þetta, sérstaklega þegar maður er búinn að vera fá margar hornspyrnur er frábært að koma loksins einum í netið," sagði Írena.

Breiðablik hefur tapað í úrslitum Mjólkurbikarsins tvö ár í röð. Liðið er í hefndarhug.

„Það þarf að hefna fyrir seinustu ár. Það eru allir gríðarlega spenntir að komast aftur á völlinn og klára þetta núna," sagði Írena.


Athugasemdir
banner
banner