Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júlí 2021 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki möguleiki að Chiesa fari til Liverpool í sumar
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Federico Chiesa vakti athygli á sér á Evrópumótinu í sumar.

Hann breytti gangi leikja þegar hann kom inn af bekknum og hreifst fólk af sprengikraftinum og orkunni sem hann kom með á völlinn.

Chiesa er sterkur, hraður og beinskeyttur leikmaður sem ítalska stórveldið Juventus vill alls ekki láta af hendi.

Fyrrum Englandsmeistarar Liverpool voru orðaðir við Chiesa um helgina og ýmsir fjölmiðlar bæði á Ítalíu og Englandi sem héldu því fram að Juve hefði hafnað risatilboði frá Liverpool í framherjann.

Fréttamaðurinn virti Fabrizio Romano segir ekkert vera til í því. Liverpool og Bayern hafi vissulega áhuga á Chiesa en þau viti að hann sé ósnertanlegur og munu ekki leggja fram tilboð í hann í sumar. Hann segir að það sé enginn möguleiki á því að Chiesa verði leikmaður Liverpool í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner