Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júlí 2022 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte sagður vilja losna við átta leikmenn
Mynd: EPA
Tottenham hefur verið þokkalega duglegt á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Liðið hefur krækt í Richarlison frá Everton, Yves Bissouma frá Brighton, Djed Spence frá Middlesbrough, Ivan Perisic frá Inter, Fraser Forster frá Southampton og Clement Lenglet frá Barcelona.

Samkvæmt heimildum The Athletic er Antonio Conte, stjóri Tottenham, núna að leitast eftir því að selja leikmenn til að minnka hópinn.

Miðjumaðurinn Tanguy Ndombele er þar efstur á lista en lengd samnings og stærð samningsins við félagið gæti gert Tottenham erfitt að losa hann. Tveir aðrir miðjumenn, Giovani Lo Celso og Harry Winks, eru einnig á lista.

Varnarmennirnir Sergio Reguilon, Japhet Tanganga og Joe Rodon mega einnig fara og annað hvort Matt Doherty eða Emerson Royal eftir komu Spence til félagsins.

Loks má Bryan Gil fara en hann var lánaður til Valencia seinni hluta síðasta tímabils. Gil gæti farið aftur til Valencia ef félagið selur Goncalo Guedes.
Athugasemdir
banner
banner