Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flaug til Kaupmannahafnar til að funda um Orra
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Danski fjölmiðillinn Bold segir frá því í dag að Real Sociedad sé í viðræðum við FC Kaupmannahöfn um kaup á íslenska landsliðsframherjanum Orra Steini Óskarssyni.

Orri Steinn, sem verður tvítugur á morgun, er afar eftirsóttur en hann hefur líka verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City ásamt mörgum öðrum félögum.

Bold segir frá því að Jokin Aperribay, forseti Real Sociedad, hafi flogið til Kaupmannahafnar á einkaflugvél til þess að ræða um Orra en hann hafi lent aftur heima í Baskalandi í gær.

Orri er efstur á óskalista Sociedad og er félagið sagt undirbúa stórt tilboð áður en glugginn lokar á föstudag.

Það er talið að FC Kaupmannahöfn vilji fá um 20 milljónir evra fyrir Orra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner