Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   fim 28. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Akanji ekki búinn að taka ákvörðun
Mynd: EPA
Svissneski miðvörðurinn Manuel Akanji hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína.

Akanji er frjálst að yfirgefa Manchester City fyrir gluggalok og eru áhuginn mikill.

Á dögunum var greint frá því að tyrkneska félagið Galatasaray væri að leiða baráttuna en samkvæmt Fabrizio Romano hefur Akanji ekki samþykkt samningstilboð félagsins þó svo Galatasaray hafi náð samkomulagi við Man City um kaupverð.

Varnarmaðurinn er enn að skoða kostina, en AC Milan, Bayer Leverkusen og Crystal Palace eru einnig í myndinni, en þær viðræður eru ekki komnar langt á veg.

Akanji, sem er þrítugur, hefur spilað með Man City frá 2022 og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu fyrir tveimur árum. Hann á 136 leiki og 5 mörk að baki hjá enska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner