Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 28. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Milan reynir við Nkunku
Mynd: EPA
Ítalska félagið AC Milan hefur sett sig í samband við Chelsea vegna franska sóknarmannsins Christopher Nkunku.

Milan vill bæta við sóknarmanni áður en glugginn lokar og er Nkunku einn af nokkrum leikmönnum sem félagið er að skoða.

Frakkinn vill fara frá Chelsea eftir að hafa fengið takmarkaðan spiltíma á tveimur árum sínum hjá enska félaginu.

Chelsea er reiðubúið að selja og eru félögin nú í viðræðum um framherjann.

Enska félagið er talið vilja að minnsta kosti 35 milljónir punda fyrir hann á meðan Milan er reiðubúið að borga rúmlega 25 milljónir til að tryggja sér þjónustu hans.
Athugasemdir
banner