Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 20:40
Aksentije Milisic
Ítalía: Andri á bekknum þegar Bologna vann Parma
Mynd: Getty Images
Bologna 4 - 1 Parma
1-0 Roberto Soriano ('16 )
2-0 Roberto Soriano ('30 )
3-0 Andreas Olsen ('56 )
3-1 Hernani ('67 )
4-1 Rodrigo Palacio ('90 )
Rautt spjald: Simone Iacoponi, Parma ('76)

Einn leikur var á dagskrá í ítölsku Seríu A deildinni.

Bologna fékk þá Parma í heimsókn en Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá heimamönnum í kvöld.

Roberto Soriano gerði tvennu í fyrri hálfleiknum og því leiddi Bologna leikinn í hálfleik. Á 56. mínútu skoraði Andreas Skov Olsen en ellefu mínútum síðar náðu gestirnir að minnka muninn með marki frá Hernani.

Parma fékk rautt spjald 76. mínútu og heimamenn bættu við í uppbótartíma. Leiknum lauk með 4-1 sigri Bologna.

Þá var Samúel Kári Friðjónsson ekki í leikmannahópi Padeborn sem tapaði 4-3 á heimavelli gegn Hamburger í B-deildinni í Þýskalandi.

Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Oostende sem gerði 2-2 jafntefli gegn Genk í Belgíu. Ari á við meiðsli að stríða.
Athugasemdir
banner
banner
banner