mið 28. september 2022 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markvörsluna sem kom í veg fyrir að Ísland kæmist í framlengingu
Þetta var svekkjandi.
Þetta var svekkjandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Tékklandi í umspilinu fyrir EM í gær.

Liðið tapaði einvíginu samanlagt 1-2 og fer því ekki í lokakeppni EM. Þetta er svekkjandi niðurstaða, en liðið spilaði afskaplega vel í leiknum í gær.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Strákarnir okkar fengu algjört dauðafæri undir lokin þegar Þorleifur Úlfarsson átti góðan bolta fyrir. Valgeir Lunddal var einn á teignum og náði skot á markið.

En í markinu var Matej Kovar, sem er á mála hjá Manchester United, og hann varði skotið mjög vel.

Hægt er að sjá færið sem Ísland fékk hér fyrir neðan. Þetta var klárlega besta færið í leiknum, en ef Valgeir hefði skorað þarna þá hefði Ísland farið með leikinn í framlengingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner