Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vantar tvö mörk til að jafna Pele
Neymar þarf aðeins tvö mörk til að jafna Pele
Neymar þarf aðeins tvö mörk til að jafna Pele
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar þarf aðeins tvö mörk til að jafna markamet Pele.

Pele, sem er talinn einn og ef ekki besti leikmaður allra tíma, skoraði 77 mörk fyrir brasilíska landsliðið.

Hann vann HM þrisvar með Brasilíu, þar af tvö mót í röð. Fyrsta mótið vann hann 1958 og svo aftur fjórum árum síðar.

Árið 1970 vann hann þriðja mótið og var í leiðinni valinn besti leikmaður mótsins.

Landi hans, Neymar, er nú tveimur mörkum frá því að jafna markamet hans í brasilíska landsliðinu. Neymar skoraði eitt af mörkum Brasilíu í 5-1 sigrinum á Túnis í gær og er góður möguleiki á því að hann jafni og síðan bæti metið síðar á þessu ári.

Þetta gæti gerst á HM í Katar í nóvember. Neymar hefur skorað 75 mörk í 121 landsleik. Pele skoraði vissulega sín mörk í færri leikjum en það yrði engu að síður stórkostlegur árangur að bæta 51 árs gamalt markamet.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner