Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fim 28. september 2023 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: KA gulltryggði sér toppsætið í neðri hlutanum - ÍBV áfram í fallsæti
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KA 2 - 1 ÍBV
1-0 Jóan Símun Edmundsson ('19 )
1-1 Jón Ingason ('22 )
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('54 , víti)
Lestu um leikinn


KA lagði ÍBV í hörkuleik á Akureyri í dag og tryggði sér efsta sætið í neðri hlutanum fyrir vikið.

Leikurinn byrjaði rólega en Jóan Símun Edmundsson kom KA yfir þegar hann skoraði á opið markið eftir undirbúning Ingimars Stöle.

Eyjamenn voru hins vegar ekki lengi að svara en það gerði Jón Ingason þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu aðeins þremur mínútum eftir að KA komst yfir.

Staðan var 1-1 í hálfleik en KA fékk vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar Jón Ingason braut á Sveini Margeiri. Hallgrímur Mar skoraði úr vítinu, Guy Smit valdi rétt horn en það dugði ekki til.

Guðjón Ernir var nálægt því að jafna metin þegar skammt var til leiksloka en hann átti skot yfir markið af stuttu færi. Nær komust Eyjamenn ekki.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner