Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 28. september 2023 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Aston Villa ósáttir við búninga liðsins
Aston Villa er að vinna með búningaframleiðanda sínum, Castore, að því að laga núverandi hönnun að búningum liðsins.

Þetta var sett í vinnslu eftir að nokkrir leikmenn úr kvennaliðinu sögðust áhyggjufullar yfir því að þurfa að klæðast búningnum á nýju tímabili sem er að hefjast.

Leikmenn karlaliðsins hafa kvartað yfir nýja búningnum í upphafi tímabilsins en hann dregur í sig mikinn svita og er talinn óþægilegur þegar liðið er á leikinn.

Aston Villa skrifaði undir langan samning við Castore á síðasta ári.

Kvennalið Aston Villa hefur nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni er þær mæta Manchester United á sunnudag, en hér fyrir neðan má sjá myndir af því hvernig búningurinn lítur út þegar leikmenn svitna mikið.


Athugasemdir
banner
banner