Jose Mourinho stjóri Roma var að vonum pirraður í leiksloka eftir tap liðsins gegn Genoa í kvöld.
Hann var til viðtals hjá DAZN en hann hafði lítinn áhuga á að tjá sig. Hann ræddi aðeins við fjölmiðla á staðnum en vildi ekki ræða við menn í settinu.
Albert Guðmundsson kom Genoa yfir strax á fimmtu mínútu en Genoa vann að lokum 4-1 sigur.
„Við byrjuðum illa, það er rétt. Þetta mark var ljótt að fá á sig. Líka markið sem við fengum á okkur í upphafi leiks gegn Verona," sagði Mourinho.
„Við brugðumst vel við, við jöfnuðum en svo meiddist Diego Llorente og strúkturinn breyttist. Mancini var á gulu spjaldi og miðað við hver dómarinn var þá töldum við rétt að taka hann af velli, strúktúrinn breyttist aftur."
Athugasemdir