Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 17:06
Fótbolti.net
FC Ísland lyfti bikar í Danmörku
Mynd: FC Ísland
Fréttatilkynning frá FC Ísland, Íslendingaliði í Danmörku:

Íslendingaliðið FC Ísland, sem keppir í efstu deild DAI knattspyrnusambandsins í Danmörku, varð deildarmeistari á sunnudaginn síðastliðinn eftir að hafa farið taplaust í gegnum tímabilið.

Um er að ræða sterkustu sjö manna deild Danmerkur. Lokaumferðin var æsispennandi og þegar FC Ísland lenti undir í upphafi leiks var útlit fyrir að bikarinn færi í hendur erkióvinanna í BK Offsidefælden sem léku lokaleikinn sinn á sama tíma. En liðinu tókst að snúa leiknum við og 2-1 sigur dugði til þess að fulltrúi DAI afhendi íslendingaliðinu bikarinn að leikslokum.

Félagið, sem einnig hefur leikið undir merkjum IF Guðrúnar, samanstendur af Íslendingum á Kaupmannahafnarsvæðinu. Saga félagsins nær meira en þrjá áratugi aftur í tímann. Fjölmargir þekktir íslenskir leikmenn hafa leikið fyrir félagið, en þar má meðal annars nefna Willum Þór Þórsson, Bjarna Þorsteinsson, Heimi Snæ Guðmundsson og Guðmund Steinarsson. Sendir félagið lið til leiks bæði í knattspyrnu og handbolta, auk þess að mynda félagsskap fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn sem búsettir eru í Kaupmannahöfn hverju sinni.

Liðsmenn meistaraliðsins hafa fjölbreyttan bakgrunn og núverandi leikmannahópur samanstendur af leikmönnum með reynslu úr öllum deildum íslensku deildakeppninnar.

Áhugasamir Íslendingar í Kaupmannahöfn geta komist í samband við félagið í gegnum Facebookhóp liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner