Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford lék eftir stórt afrek stjóra síns
Solskjær og Rashford eftir leikinn.
Solskjær og Rashford eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sigri Man Utd á RB Leipzig í Meistaradeildinni.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Fullkomið kvöld Man Utd - Börsungar unnu Juve

Rashford er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Man Utd til að skora þrennu sem varamaður í keppnisleik.

Hinn sem gerði það var Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri Man Utd. Solskjær var þekktur fyrir það sem leikmaður að vera góður í því að koma inn á sem varamaður.

Solskjær skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leik gegn Nottingham Forest í febrúar 1999.

Þetta var fyrsta þrenna Rashford með Man Utd, en hann er fimmti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora þrennu sem varamaður. Af leikmönnunum fimm skoraði Rashford þrennuna á skemmstum tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner