Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Þessir dæma í lokaumferð Bestu deildarinnar
Gunnar Oddur Hafliðason flautar á sinn fyrsta leik í Bestu deild karla.
Gunnar Oddur Hafliðason flautar á sinn fyrsta leik í Bestu deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Lokaumferð Bestu deildar karla verður spiluð á morgun, allir leikirnir hefjast klukkan 13:00. KSÍ hefur opinberað hverjir dæma leiki lokaumferðarinnar.

Gunnar Oddur Hafliðason mun dæma sinn fyrsta heila leik í Bestu deild karla en þessi ungi dómari verður með flautuna á Akureyri þar sem KA og Valur eigast við.

Þá mun Arnar Ingi Ingvarsson dæma sinn fyrsta heila leik í deildinni þegar ÍBV og Leiknir mætast í Vestmannaeyjum. Gunnar og Arnar eiga reyndar báðir einn leik að baki í efstu deild karla eftir að hafa komið inn sem 'varadómarar' vegna meiðsla.

Íslandsmeistaraskjöldurinn fer á loft eftir leik Breiðabliks og Víkings en Erlendur Eiríksson dæmir þann leik.

laugardagur 29. október

Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 KA-Valur (Gunnar Oddur Hafliðason)
13:00 Breiðablik-Víkingur R. (Erlendur Eiríksson)
13:00 KR-Stjarnan (Helgi Mikael Jónasson)

Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 ÍBV-Leiknir R. (Arnar Ingi Ingvarsson)
13:00 FH-ÍA (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
13:00 Keflavík-Fram (Jóhann Ingi Jónsson)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner