Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. október 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi hefur trú: Annað hvort titlar eða nýr þjálfari
Mynd: EPA

Xavi Hernandez, þjálfari Barcelona og fyrrum stjörnuleikmaður liðsins, hefur legið undir gagnrýni á upphafi nýs tímabils. Barca er óvænt fallið úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar en hefur verið að gera fína hluti í spænsku deildinni.


Barca datt úr leik eftir dauðariðil með Inter og FC Bayern en liðið er með 28 stig eftir 11 umferðir í La Liga, þremur stigum eftir toppliði Real Madrid.

Liðið tapaði báðum leikjunum sínum gegn Bayern í riðlakeppninni og náði aðeins í eitt stig gegn Inter. Börsungar voru óheppnir að krækja ekki í fleiri stig og munu nú freista þess að fara alla leið í Evrópudeildinni.

Það verður þó ekki auðveld vegferð þar sem félagslið á borð við Arsenal og Manchester United eru með í keppninni.Xavi segist skilja gagnrýnisraddir en hann hefur trú á verkefninu sem er í gangi.

„Ég hef trú á þessu verkefni. Markmið tímabilsins er að vinna titla. Titlarnir munu koma... og ef þeir koma ekki þá mun nýr þjálfari koma í staðinn," sagði Xavi, sem var svo spurður út í möguleg leikmannakaup í janúar.

„Stjórnin er að vinna í þeim málum en það er alltof snemmt til að tala um það núna."

Það vakti mikla athygli þegar Barcelona eyddi háum upphæðum í leikmannakaup í sumar þrátt fyrir alvarleg fjárhagsvandræði. Það verður áhugavert að fylgjast með næstu skrefum félagsins á leikmannamarkaðinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner