Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 28. október 2023 19:14
Hafliði Breiðfjörð
Félagsheimili KR
Gregg Ryder nýr þjálfari KR: Ég er með svart og hvítt í blóðinu
Gregg Ryder er nýr þjálfari KR.
Gregg Ryder er nýr þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg skrifar undir samninginn við KR í dag.
Gregg skrifar undir samninginn við KR í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg ásamt Páli Kristjánssyni formanni knattspyrnudeildar KR.
Gregg ásamt Páli Kristjánssyni formanni knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Örn er nýr styrktarþjálfari KR.
Guðjón Örn er nýr styrktarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson hætti hjá KR og er tekinn við Fram.
Rúnar Kristinsson hætti hjá KR og er tekinn við Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tíu árum síðan var Gregg Ryder aðstoðarþjálfari ÍBV.
Fyrir tíu árum síðan var Gregg Ryder aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungur Gregg Ryder sem aðalþjálfari Þróttar árið 2014.
Ungur Gregg Ryder sem aðalþjálfari Þróttar árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi KR í dag.
Frá fréttamannafundi KR í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru stór skipti fyrir mig og bæði heiður og forréttindi að fá þetta starf. Ég er mjög stoltur því þetta er frábært tækifæri, ég hlakka mikið til þessa," sagið Gregg Ryder við Fótbolta.net í dag eftir að hann hafði skrifað undir samning um að þjálfa lið KR komandi ár.

Hvernig kom þetta til?
„Ég var í starfi í Danmörku þar sem ég og fjölskyldan vorum mjög ánægð. Ég var ánægður með starfið mitt þar en svo fékk ég símtal frá KR og var spurður hvort ég hefði áhuga. KR er eina félagið sem ég hefði snúið aftur fyrir. Ég sá ekki fyrir mér að snúa aftur til Íslands frá Danmörku en þegar KR hringdi varð ég svo spenntur. Þetta er svo stórt félag sem ég heillaðist svo af þegar ég var á Íslandi. Þetta var tækifæri sem var of gott til að hafna."

Þú þekkir þessa tilfinningu þegar menn fara til að spila á KR-velli?
„Já, þegar við spiluðum við KR, hvort sem það var heima eða úti, þá var alltaf smá ótti að fara að mæta þeim. Það er líka andrúmsloftið frá stuðningsmönnunum og í kringum félagið. Væntingarnar og kröfurnar finnst mér spenanndi og að fá að taka þátt í því að leiða félagið vonandi aftur til fyrri dýrðar. Félagið þarf á því að halda."

Við heyrðum að á fyrsta fundi hjá KR hafir þú strax selt þeim að þú værir rétti maðurinn. Hvað sagðirðu þeim?
„Já, það er gaman að heyra það. Ég þarf að rifja þennan fund aftur upp en þegar ég fór aftur til Danmerkur hafði ég hugann við að þroskast sem manneskja, verða betri þjálfari og komast í faglegt umhverfi þar sem ég gæti lært af öðrum. Ég vildi vera viss um að ég yrði betur undir það búinn þegar ég tæki næst aðalþjálfarastarf. Mér finnst ég hafa þroskast mikið á þessum þremur árum í Danmörku og lært mikið. Það er ekki það, ég á enn eftir að læra mikið meira en mér finnst ég í virkilegra góðri stöðu núna til að verða aðalþjálfari."

„Ég var svo ungur þegar ég byrjaði að þjálfa, bara 25 ára þegar ég byrjaði hjá Þrótti og auðvitað gerði ég mörg mistök þar og ég gerði mörg mistök hjá Þór. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan þá, ég var góður þjálfari þegar ég var hérna síðast en ég hef bætt mig mikið síðan þá. En þetta snýst líka um heildina, það þarf að eiga við fjölmiðla og stjórnarmenn. Mér finnst ég betur undir það búinn núna en síðast."


Hvað er þetta sem þú seldir þeim, hvað ætlarðu að gera með KR?
„Ég vil skapa faglegt umhverfi, skipulagið og umgjörðin ekki bara hjá aðalliðinu heldur félaginu í heild. Það eru mjög spennandi tímar framundan í KR með unga leikmenn sem eru að koma upp. Það er kannski langt síðan svo margir voru að koma upp úr unglingastarfinu í KR. Ég vil vinna með það, skapa rauða línu í gegnum félagið, framleiða fleiri leikmenn og þróa þá og vinna með einstaklingana til að bæta þá það mikið að þeir gætu orðið seldir. Það þarf að fjárfesta vel í leikmönnunum og liðinu í heild."

Færðu nægan tíma til að gera þetta?
„Þegar maður kemur í KR þarf maður alltaf að ná úrslitum. Félagið snýst um það, það er krafa á árangur en ég hef líka fengið það loforð að það sé vilji til þess að gera eitthvað öðruvísi og skapa eitthvað nýtt hérna. Ég hef unnið í tíu ár á Íslandi og veit að þetta er ekki atvinnumannaumhverfi hérna, leikmennirnir eru ekki allir í fullu starfi og svo framvegis. En ég vil hinsvegar gera sem flesta hluti hjá félaginu eins og hjá atvinnumannafélagi."

   12.10.23 15:49
Guðjón Örn kveður Víking - Semur við KR


Fyrsta skrefið í þessu var að ráða Guðjón sem styrktarþjálfara?
„Já auðvitað, ég fór út og sá umgjörðina í kringum liðin og hversu mikið er lagt í liðin í tíma og fjárfestingum. Þeim nær sem við náum því umhverfi þeim betra. Guðjón er líklega besti styrktarþjálfari á Íslandi svo það er stórt skref í rétta átt. Svo erum við með Jamie Brassington markmannsþjálfara sem ég vann með hjá Þrótti og hefur verið hjá landsliðunum. Þarna erum við með gæði og svo er Ole Martin líka aðstoðarþjálfari. Hann er hérna ennþá og verður það. Ég hef ekki rætt við hann ennþá en það er planið. Starfsfólkið sem er hérna núna verður starfsfólkið. Það lítur allt mjög jákvætt út í kringum liðið og það er mikilvægt."

Þú ert að feta í fótspor Rúnars Kristinssonar, það verður erfitt?
„Virkilega erfitt. Rúnar er goðsögn og ef ég mun ná að gera helminginn af því sem hann hefur gert þá mun ég telja mig hafa átt góðan feril. Ég verð að gera mitt besta, mér finnst ég vera tilbúinn og það er mikilvægast. Ég er ekki hann og ekki uppalinn KR-ingur, ég er útlendingur. Það gerir þetta aðeins erfiðara en ég er tilbúinn í að taka þá ábyrgð á mig. Ég get bara gert mitt besta, leggja eins hart að mér og ég get og gera sömu væntingar til mín og leikmanna minna, að þeir leggi eins hart að sér. Ég vil bara skapa fótboltalið sem stuðningsmennirnir verða stoltir af og geta tengt sig við þetta KR-lið."

   25.10.23 11:54
Rúnar Kristins nýr þjálfari Fram (Staðfest)


Margir hefðu verið hræddir við að feta í fótspor Rúnars?
„Ég held að maður geti ekki verið hræddir í fótbolta. Þetta er tækifæri fyrir mig því þetta er félag með mikla möguleika. Það er enginn á Íslandi sem telur að KR eigi að enda í sjötta sæti deildarinnar. Þannig virkar þetta ekki hérna. Það eru miklir möguleikar í KR og íslenski boltinn hefur þróast mikið síðan ég fór eins og þú sérð á að Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það eru möguleikar hérna sem eru spennandi. Það er bara stórt tækifæri og það má ekki vera hræddur við það. Þannig má ekki líta á þetta starf."

Ef sjötta sætið er ekki nógu gott fyrir KR, hvað er þá markmiðið á næstu leiktíð?
„Betra en sjötta!"

Fyrsta sæti?
„KR á alltaf að keppa um það en eins félagið og stjórnin veit að það þarf þróun til að ná markmiðum okkar. Allt skipulag og umgjörð. Til að byrja með verðum við að einbeita okkur að frammistöðunni, hún verður að vera góð og ef það tekst þá fylgja úrslitin. Það tekur auðvitað tíma og gerist ekki á einni nóttu. Við þurfum tíma til að gera það sem við viljum gera."

Hefurðu fengið loforð um að fá að kaupa leikmenn?
„Ég get verið heiðarlegur með það að það var ekki ein af fyrstu spurningunum mínum. Aðalatriðið fyrir mér er að vinna með leikmennina sem við eigum og ná sem mestu út úr þeim. Svo er ég virkilega spenntur fyrir ungu leikmönnunum sem eru að koma upp. Í þeim árgöngum, 2005, 2006 og 2007 eru leikmenn sem hafa verið í U17 og U19 unglingalandsliðunum. Það eru góðir leikmenn að koma upp og ég leit mest í það þegar ég var að skoða félagið en ekki hversu mikið ég myndi eyða í nýja leikmenn."

Ertu ekki einu sinni með leikmenn í huga?
„Ég er alltaf með leikmenn í huga."

Segðu mér?
Nei, þetta er ekki rétti tíminn fyrir það. Ég var að lenda á Íslandi fyrir fimm klukkutímum síðan svo ég þarf meiri tíma til að sjá hvað við gerum næst. Við erum búnir að ræða um leikmenn og það er mikilvægt. Sum lið eru þegar byrjuð á félagaskiptamarkaðnum og komin með leikmenn og við megum ekki sitja eftir hvað það varðar. Við vitum hvað við þurfum að gera og mikilvægast er að fá réttu mennina inn. Ef við fáum leikmenn þá þurfa þeir að vera byrjunarliðsmenn."

Ertu búinn að skoða hópinn, veistu hvar þarf að styrkja hann?
„Já, við erum búnir að skoða hópinn og vitum hvar við þurfum að styrkja. Ég ætla þó ekki að segja að það sé endanlegt því ég þarf að leggja meiri vinnu í það og kynna mér málin. Þetta gerðist mjög hratt svo ég verð að leggja meiri vinnu í þetta áður en ég tek ákvörðun."

Þú ert að flytja aftur til Íslands og það hlýtur að hafa verið auðvelt að sannfæra fjölskylduna því þú átt íslenska konu?
„Já en til að byrja með var hún ekki alveg viss með þetta því þegar ég sagði henni frá þessu þá sat hún úti í sólinni og drakk kaffi í október. En hún er hæstánægð að snúa aftur heim, hún á vini og fjölskyldu hérna og börnin tala íslensku. Það er gott að hafa vini og fjölskyldu nær sér og ég er sáttur hvar sem fótboltinn er. Þetta er gott fyrir fjölskylduna en líka risa tækifæri fyrir mig og ég er hæstánægður með að koma hingað."

Eftir öll þessi ár á Íslandi, og þú átt íslenska konu og íslensk börn. Afhverju ertu ekki að tala við mig á íslensku?
„Ég sagði þetta sama við stjórnina. Það er bara pínulítill hluti af heilanum á mér tilbúinn að bæta við öðru tungumáli og ég held að það hafi verið komin smá íslenska þar áður en ég flutti til Danmerkur en nú hefur danskan tekið yfir íslenskuna. Ég þarf að snúa því til baka."

Þú byrjaðir í fótbolta hjá Newcastle, skipti það þig máli að komast í röndótta búninginn aftur?
„Ég er með svart og hvítt í blóðinu svo það er mjög góð tilfinning. Ég er frá Newcastle svo það hentar skemmtilega að þetta séu sömu litir."
Athugasemdir
banner
banner
banner