Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 28. október 2024 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskir stuðningsmenn Man Utd um Ten Hag: Snemmbúin jólagjöf
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Kaupin á Antony hafa reynst hörmuleg.
Kaupin á Antony hafa reynst hörmuleg.
Mynd: Getty Images
Mason Mount hefur heldur ekki gert mikið.
Mason Mount hefur heldur ekki gert mikið.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy tekur við til bráðabirgða.
Ruud van Nistelrooy tekur við til bráðabirgða.
Mynd: Getty Images
Simone Inzaghi er áhugaverður kostur.
Simone Inzaghi er áhugaverður kostur.
Mynd: EPA
Ten Hag og Marcus Rashford.
Ten Hag og Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel er ekki lengur á markaðnum.
Thomas Tuchel er ekki lengur á markaðnum.
Mynd: EPA
Ten Hag kveður núna Old Trafford.
Ten Hag kveður núna Old Trafford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Rúben Amorim væri líklega minn fyrsti kostur þó ég sé ekki spenntur fyrir því að spila með þriggja manna línu. Það gæti þó hentað okkur betur þar sem miðvarðarstaðan okkar hefur skánað töluvert á undanförnum tveimur tímabilum'
'Rúben Amorim væri líklega minn fyrsti kostur þó ég sé ekki spenntur fyrir því að spila með þriggja manna línu. Það gæti þó hentað okkur betur þar sem miðvarðarstaðan okkar hefur skánað töluvert á undanförnum tveimur tímabilum'
Mynd: Getty Images
'Leiðinlegur, einkennalaus fótbolti með einhverjum sigrum en mun fleiri andlausum töpum. Ekki hægt að segja að blaðran hafi sprungið þegar það var aldrei neitt sérstakt loft í henni'
'Leiðinlegur, einkennalaus fótbolti með einhverjum sigrum en mun fleiri andlausum töpum. Ekki hægt að segja að blaðran hafi sprungið þegar það var aldrei neitt sérstakt loft í henni'
Mynd: EPA
United fagnar marki.
United fagnar marki.
Mynd: EPA
Fær Van Nistelrooy að stýra Man Utd út tímabilið?
Fær Van Nistelrooy að stýra Man Utd út tímabilið?
Mynd: Getty Images
'Maður var að vona að að eftir sigurinn í FA-bikanum á síðasta tímabili væri kominn einhver grundvöllur til að byggja á en sú hefur ekki verið raunin'
'Maður var að vona að að eftir sigurinn í FA-bikanum á síðasta tímabili væri kominn einhver grundvöllur til að byggja á en sú hefur ekki verið raunin'
Mynd: EPA
'Ten Hag var á sínu þriðja tímabili og við höfum séð afskaplega fá merki síðustu 12-18 mánuði um að þetta félag væri á einhverri framfarasiglingu undir stjórn hans og því fátt annað í stöðunni en að láta hann fara'
'Ten Hag var á sínu þriðja tímabili og við höfum séð afskaplega fá merki síðustu 12-18 mánuði um að þetta félag væri á einhverri framfarasiglingu undir stjórn hans og því fátt annað í stöðunni en að láta hann fara'
Mynd: EPA
Búið spil.
Búið spil.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag var í hádeginu í dag rekinn sem stjóri Manchester United. Þetta eru tíðindi sem flestir hafa átt von á, enda er árangurinn búinn að vera með öllu slakur á yfirstandandi tímabili.

Hollendingurinn Ten Hag vann tvo bikara sem stjóri United; deildabikarinn 2023 og enska bikarinn 2024. Gengi liðsins í deildinni og í Evrópu á síðasta tímabil og þessu sem nú er í gangi hefur verið langt frá því að vera viðunandi og því var ákveðið að láta Ten Hag fara.

En hver eru viðbrögð stuðningsmanna Man Utd á Íslandi við þessum fréttum? Við á Fótbolti.net heyrðum í nokkrum þeirra og fengum þeirra álit við þremur spurningum.

1) Hver eru þín viðbrögð við þessum tíðindum af Ten Hag? Rétt eða rangt?

2) Af hverju gekk þetta ekki upp hjá Ten Hag?

3) Hver eru næstu skref? Hver á að taka við?

Svörin voru svona:

Aksentije Milisic
1) Því miður, og ég meina það, því miður þá er þetta rétt ákvörðun. Það er orðið þreytt að fara í endalausa hringi og skipta um þjálfara trekk í trekk en núna var því miður bara ekki annað hægt, svo djúp var holan orðin.

Hann er á sínu þriðja tímabili með liðið, búinn að versla helling af leikmönnum sem hann sjálfur vildi fá og staðreyndin er sú að hann hefur unnið einn leik af síðustu ellefu í Evrópukeppnum og þá hefur frammistaðan í deildinni á síðasta tímabili og byrjun þessara verið hrein hörmung. Tölurnar tala sínu máli. Liðið var alveg hætt að geta sett saman einn heila leik með góðri frammistöðu og það gengur ekki hjá risa félagi eins og Manchester United.

2) Leikmannakaupin hans hafa gjörsamlega brugðist honum. Það er ein af ástæðunum. Hann keypti 21 leikmann í fimm félagsskiptagluggum og það má færa rök fyrir því að kannski 3-4 kaup hafa gengið ágætlega upp. 150 milljónir fyrir Antony og Mason Mount samtals segir alla söguna.

Fyrsta tímabilið hans var flott og stefndi allt í rétta átt, annað tímabilið var hörmung fyrir utan FA Cup frammistöðuna en maður reyndi eins og maður gat að gefa honum smá afslátt því meiðslalistinn það tímabil var langt því frá að vera eðlilegur.

Ég studdi það að halda honum áfram, hann fékk sumargluggann til að spreða pening og koma sér og liðinu aftur á beinu brautina og einnig fékk hann lykilmenn úr meiðslum. Andstæðan hefur hins vegar gerst og náði hann að bæta sitt eigið met í verstu byrjun í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Eitt skref áfram og tvö skref afturábak var stefið hjá Hollendingnum.

Á þessu tímabili var hann farinn að taka furðulegar ákvarðanir, t.d. með Marcus Rashford, hann spilaði honum endalaust á síðustu leiktíð þrátt fyrir að Rashford gat ekki neitt. Nú á þessu tímabili hefur hann verið duglegur að taka Rashford útaf og setja hann á bekkinn eftir góðar frammistöður hjá Rashford, það eru svona hlutir sem maður skilur ekki alveg. Hann hefur sagt mikið af hlutum í viðtölum en gert svo þveröfugt þegar kemur að leikjum. Svo þurfa mjög margir leikmenn þarna að líta í eigin barm, það er nokkuð ljóst.

3) Þegar stórt er spurt. Næsta skref er að láta Ruud van Nistelrooy stýra liðinu tímabundið og ég styð það. Ég vil ekki að félagið ráði hann samt þó að gengið batni eitthvað aðeins, það verður að horfa á stóru myndina. United er mikill tilfinninga klúbbur og hafa áður verið teknar hraðar ákvarðanir og illa ígrundaðar.

Simone Inzaghi er líklega nafnið sem er efst á lista hjá mér í dag. Hann hefur gert magnaða hluti með Inter og virðist vera mjög fær í sínu fagi. Leikmennirnir þar vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á vellinum og róa allir í takt, það er skipstjóranum að þakka.

Daníel Smári Magnússon
1) ) Fyrstu viðbrögð voru óhefluð gleði. Ég hafði sagt við vinnufélaga minn sirka 45 mínútum áður en fregnirnar bárust að snemmbúin jólagjöf væri að lesa orðin “Club Statement” af Twitter síðu United og jólasveinninn var ekki lengi að verða við ósk minni.

Í raun var ekki annað í stöðunni fyrir INEOS en að taka í gikkinn - og þó fyrr hefði verið.

2) Strúktúrinn innan klúbbsins er enn ekki góður, þó að eignarhaldið hafið tekið breytingum og nýir menn tekið við mikilvægum stöðum.

Þar fær Erik ten Hag samúðarstig, en hann hjálpaði sjálfum sér ekki með því að dæla inn leikmönnum sem að hann hafði áður þjálfað hjá Ajax, gaslýsa stuðningsmenn með því að segja að liðið væri á réttri leið þegar að Stevie Wonder gat séð að nánast allt væri í ólagi innan vallar og með liðsvali sem að oft á tíðum meikaði ekkert sens.

3) Það er milljón dollara spurningin.

Thomas Tuchel virtist lengi eyrnamerktur, en hann er nú ekki á markaðnum. Xavi hefur verið nefndur til sögunnar.

Ég ætla að vera bjartsýnn á að næsti þjálfari geti innleitt almennilega stefnu inni á knattspyrnuvellinum og að við séum ekki endalaust að spyrja okkur “hvert er leikplanið?”. Það er líkast til óskhyggja með þennan leikmannahóp - en lengi má maður vona.

Friðrik Már Ævarsson
1) Rétt þó ég segi það með talsverðum trega. Var mjög fljótur að finna mér sæti fremst á Ten Hag vagninum en hjólin undan honum hafa ryðgað hratt og dottið af á undanförnum mánuðum. Óneitanlega skilaði hann málmum í hús en frammistaðan á síðustu leiktíð og það sem af er þessari leiktíð er óviðunandi. Þó hann hafi tekið deildarbikarinn og enska bikarinn þá verðum við líka að skoða Evrópukeppnirnar og þar erum við búnir að vera langt undir pari. Eiginlega mætti nánast segja að árangur liðsins þar einn og sér sé nógu slakur til að réttlæta það að skipta um mann í brúnni. En ég er líka talsmaður þess að menn fái tækifæri og tíma og svigrúm til að vinna með og móta hópinn. Erik ten Hag hefur tekist ágætlega að breyta ýmsu og er við rýnum í tölfræði milli síðustu leiktíðar og þeirrar sem er nú yfirstandandi þá er greinileg bæting á fjölmörgum þáttum, þá einkum og sér í lagi því sem snýr að vörn og markvörslu. En tölfræðin vinnur ekki leiki og ef við rífum upp sárin og lítum til baka þá litu ansi mörg eftirminnileg töp dagsins ljós undir hans stjórn.

2) Það eru sjálfsagt fjölmargar ástæður fyrir því. Margir trúðu því eflaust að ten Hag væri rétti maðurinn eftir að hann sendi allt liðið út að hlaupa eftir aðra umferð á sínu fyrsta ári og loksins væri kominn stjóri sem myndi yfirstíga þennan prímadonnubrag sem einkennt hefur liðið undanfarin ár. Það virðist ekki hafa verið staðreyndin og hvert vandamálið á fætur öðru hefur komið upp á yfirborðið. Ef liðið hefði verið að standa sig í deild og Evrópu hefði það sjálfsagt ekki haft eins mikil áhrif en úr því liðið var að hökta þá fór það á endanum útaf sporinu. Ég vil þó meina að hann gert mjög vel hvað varðar þessi mál, Ronaldo, Sancho og Rashford t.d. Það kann samt að vera að það hafi orðið eftirmál hjá öðrum leikmönnum í klefanum því inn á milli komu leikir þar sem leikmenn virtust ekki hafa nokkurn áhuga á að leggja sig svo mikið sem 50% fram. En svo svöruðu þeir stundum með flottum leik í næstu umferð en vandamálið var að slíkar frammistöður voru algjörir útlagar. Þegar allt kemur til alls þá held ég að stöðugleiki eða öllu heldur skortur á stöðuleika hafi verið honum að falli. Inn á milli nokkurra hroðalegra leikja komu frammistöður þar sem við sáum hvers megnugt þetta lið getur verið en það entist aldrei lengur en fram að næsta leik að því er virðist.

3) Það voru margir sem héldu því fram að Erik ten Hag hefði haldið starfinu í sumar einfaldlega af því að það var fátt um fína drætti á stjóramarkaðinum en mest var talað um Gareth Southgate, Thomas Tuchel, Graham Potter og Thomas Frank en svo var líka verið að henda inn nöfnum eins og Kieran McKenna og fleiri minni spámenn. Rúben Amorim væri líklega minn fyrsti kostur þó ég sé ekki spenntur fyrir því að spila með þriggja manna línu. Það gæti þó hentað okkur betur þar sem miðvarðarstaðan okkar hefur skánað töluvert á undanförnum tveimur tímabilum. Liðið hans Amorim situr á toppi portúgölsku deildarinnar og gengur fantavel í Meistaradeildinni og hefur orð á sér fyrir að spila laglega fótbolta. En eins og staðan er núna þá tekur Ruud van Nistelrooy að sér að stýra liðinu á næstu vikum og ég sé ekki alveg fyrir mér hvers vegna það ætti að liggja á að fá inn stjóra á miðju tímabili þegar hann getur stýrt liðinu fram í maí. Það voru háværar sögusagnir um að hann hefði verið fenginn til liðsins með það í huga að geta tekið við af Erik ten Hag ef illa færi og tekið við sem næsti stjóri en ekki bara til bráðabirgða. Ég vonast bara til að það verði vandað til verka og næsta stjóra verði gefinn tími og rými til að móta liðið. Það vill oft verða að þegar nýir eigendur taka við stjórnartaumunum að þeir vilji fá sinn mann inn og því held ég að það hafi alltaf legið svolítið í loftinu að það yrðu stjóraskipti fljótlega eftir að INEOS keypti um fjórðungshlut í félaginu. Ég er kannski óþolandi þolinmóður en ég vil frekar sjá að félagið taki sér nægan tíma til að ráða inn rétta manninn í verkið og bíða til sumarsins en að fá einhvern sem er laus núna. Eflaust telja sumir það sama og að afskrifa þetta tímabil en ég held að við séum öll orðin þreytt á skammtímalausnum sem félagið hefur boðið upp á undanfarin misseri.

Halldór Marteinsson
1) Þetta er búið að vera mjög lengi á leiðinni. Þrátt fyrir bikara og úrslitaleiki þá finnst manni liðið aldrei hafa náð neinu almennilegu flugi undir hans stjórn. Leiðinlegur, einkennalaus fótbolti með einhverjum sigrum en mun fleiri andlausum töpum. Ekki hægt að segja að blaðran hafi sprungið þegar það var aldrei neitt sérstakt loft í henni.

2) Veit ekki almennilega af hverju þetta gekk illa upp hjá honum en það virkar eins og hann hafi einfaldlega ekki náð að selja leikmönnum verkefnið. Sem er ansi sérstakt þegar horft er á það að hann fékk að versla mýgrút af leikmönnum sem höfðu spilað fyrir hann áður eða þekktu hollenskan fótbolta með beinum hætti. Svo það vantaði ekki upp á að leikmenn ættu að þekkja þetta og vera tilbúnir í þetta. Kannski var þetta einhver vangreining á enska boltanum og hvað þyrfti að gera til að aðlaga boltann sem Ten Hag vildi spila að ensku deildinni sem varð honum að falli. Í öllu falli eru síðustu gluggar búnir að líta ágætlega út og þetta lið ætti að geta spilað betri fótbolta en það hefur gert.

3) Veit ekki almennilega með næstu skref. Verður áhugavert að sjá hvað hinn kynþokkafulli Ruud van Nistelrooy gerir með liðið. Vonandi nær hann allavega að berja einhvern baráttuanda í liðið og hjálpa þeim að finna markaskóna. Eftir það er bara spurning hvað leiðindartýpurnar sem eiga Manchester United vilja gera. Mér fannst vissulega skárra að Ratcliffe eignaðist hluta í félaginu frekar en að United yrði ríkisrekið hvítþvottabatterí eins og Manchester City en ég hef samt óbeit á þessari týpu og það sem hann stendur fyrir. Þú rekur ekkert Sir Alex Ferguson frá Manchester United! Held hann sé einum of gráðugur til að geta hjálpað til við að glæða einhverja fótboltasál aftur í félagið eftir að Glazerarnir hafa gert sitt besta til að sjúga sálina úr félaginu síðustu ár.

Kannski grísa þeir á einhvern góðan stjóra þrátt fyrir fótboltasálarleysið en það verður bara að koma í ljós.

Þangað til er það samt bara áfram Ruud!

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
1) Kemur smá á óvart tímapunkturinn en samt ekki, þetta var ákvörðun sem þurfti að taka. Átti frekar von á þessari ákvörðun í næsta landsleikjaglugga en ekki á þessum tímapunkti. Þetta var tímabært, því miður gekk þetta ekki upp hjá honum. Eins mikið og ég hafði trú á honum og var tilbúinn að gefa honum tíma þá var sá tími liðinn.

2) Margt sem spilar þar inni í. Tilfinningin sem maður hefur verið með undanfarnar vikur er sú að menn hafi verið hættir að spila fyrir hann og trúa á hans hugmyndir. Get svo sem alveg játað það líka að maður hefur oft verið dálítið hneykslaður á liðsvali en það er svo sem auðvelt að vera gagnrýninn á það þegar maður þekkir ekki alla söguna. Öll meiðslin á síðustu leiktíð spila auðvitað inni í. Nú það sem af er þessu tímabili hefur hann verið með lang flesta heila og ekki hefur það gengið betur. Þetta var því óhjákvæmilegt að þetta myndi enda svona. Erfitt að horfa á eftir enn einum stjóranum.

3) Ég trúi enn á að innkoma INEOS í félagið sé það sem muni koma félaginu aftur á toppinn. Ég er mikill Tuchel aðdáandi og þótti sárt að horfa á eftir honum þegar hann tók við enska landsliðinu á dögunum. Hann var efstur á blaði hjá mér. Finnst satt best að segja enginn spennandi kostur á lausu núna og spái því að Nistelroy muni stjórna þessu út tímabilið.

Tryggvi Páll Tryggvason
1) Fyrstu viðbrögð eru bara léttir. Maður var að vona að að eftir sigurinn í FA-bikanum á síðasta tímabili væri kominn einhver grundvöllur til að byggja á en sú hefur ekki verið raunin. Gengið í deildinni eftir áramót í fyrra var skelfilegt og því miður hefur bara verið framhald á því á þessu tímabili. Einu sigrarnir eru á móti Fulham, Southampton, Barnsley og Brentford og það gefur auga leið að það er ekki nógu gott. Ten Hag var á sínu þriðja tímabili og við höfum séð afskaplega fá merki síðustu 12-18 mánuði um að þetta félag væri á einhverri framfarasiglingu undir stjórn hans og því fátt annað í stöðunni en að láta hann fara. Þökkum honum fyrir bikarana samt, þeir voru kærkomnir.

2) Aðalástæðan fyrir því að þetta gekk ekki upp hjá Ten Hag er að honum tókst ekki að fylgja eftir ágætu fyrsta tímabili. Þar sá maður ýmis batamerki og framfararir á spilamennsku liðsins, kannski einhver sem benti til þess að hér væri verið að byggja eitthvað gott upp. Því miður gerðist það ekki. Léleg kaup og kannski fyrst og fremst gríðarlega þrjóska Ten Hag til að spila eftir uppleggi sem var augljóslega ekki að virka fyrir leikmenn liðsins gerði það að verkum að ekki tókst að byggja á fyrsta tímabilinu.

Uppleggið í leikjum hefur verið mjög undarlegt og gert það að verkum að á einhvern ótrúlegan hátt hefur Ten Hag náð að hámarka veikleika liðsmanna United og lágmarka styrkleika þeirra. Hann virðist hafa, bæði í leikmannakaupum og uppstillingu, ákveðið að það sem virkaði hjá Ajax hlyti að virka hjá United. Það hefur hins vegar augljóslega ekki virkað. Síðasti þriðjungur liðsins í deildinni á síðasta tímabili var skelfilegur. Spilamennskan var léleg og nánast hvaða lið sem var náði 25+ skotum á mark United í hverjum leik. Það gengur bara ekki upp og því miður virðist hann ekki hafa hugmyndir um hvernig mætti gera hlutina öðruvísi. Það útskýrir gengið á tímabilinu hingað til, þessi þrjóska hans til að gera ekki breytingar á einhverju sem var augljóslega ekki að virka. Hún kostaði hann starfið.

3) Ég óska þess nú að þessi nýja yfirstjórn United taki sér tíma og vandi valið vel hver tekur við. Ég ætla ekki að giska á hver það verður en viðkomandi þarf í fyrsta lagi að hafa miklu meiri sjarma og aðlögunarhæfni en Ten Hag býr nokkurn tímann yfir.

Þetta verður fyrsta þjálfararáðning nýrrar yfirstjórnar félagsins, nú er pressan komin yfir á hana. Nú þurfa nýju stjórnendurnir, sem voru teknir úr efstu hillu íþróttastjórnunar, að vinna fyrir kaupinu sínu.

Þeir þurfa að ná þessu réttu því annars tapast önnur 2-3 ár eins og allt of oft hefur gerst síðastliðin ellefu
Athugasemdir
banner
banner
banner