Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 28. október 2024 20:39
Elvar Geir Magnússon
Vicente Valor yfirgefur ÍBV (Staðfest)
Vicente Valor var liðinn í lið ársins í Lengjudeildinni.
Vicente Valor var liðinn í lið ársins í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vicente Valor hefur ákveðið að gera ekki nýjan samning við ÍBV en þessi 26 ára spænski sóknarmiðjumaður var hjá Eyjaliðinu í eitt ár.

Hann var lykilmaður í liði ÍBV sem vann Lengjudeildina í sumar og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni.

Hann skoraði átta mörk í tuttugu leikjum og var valinn í lið ársins í deildinni.

„Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að endurnýja ekki samning minn við ÍBV. Það er ekki auðvelt að skrifa þessi skilaboð þar sem tími minn hér hefur verið uppfullur af ógleymanlegum augnablikum og ótrúlegum stuðningi frá hverjum og einum ykkar frá fyrsta degi," skrifaði Valor á Instagram.

„Saman náðum við frábæru tímabili, komum liðinu aftur í efstu deild íslenska fótboltans og það er til marks um dugnað okkar og elju. Það hefur verið einstök upplifun að búa í Vestmannaeyjum. Fegurð þessa staðar og hlýja fólksins hans gerði tíma minn hér sannarlega sérstakan. Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til allra sem ég hef hitt á þessari ferð; hvert ykkar hefur lagt sitt af mörkum til að gera þetta ár eftirminnilegt."



Athugasemdir
banner
banner
banner