Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, hefur verið valinn besti ungi leikmaður ársins. Arda Guler, leikmaður Real Madrid var í 2. sæti og Kobbie Mainoo, leikmaður Man Utd, í 3. sæti.
Hann fékk Kopa bikarinn á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni en hann er veittur þeim leikmanni sem þótti besti u21 árs leikmaðurinn á síðustu leiktíð.
Yamal stökk hratt upp á sjónarsviðið en hann var fastamaður í liði Barcelona og spænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í sumar.
Hann er aðeins 17 ára og braut allskonar met á síðustu leiktíð. Hann er sá yngsti til að hreppa Kopa verðlaunin en einnig yngstur til að skora og spila með spænska landsliðinu, skora og vinna EM og núna síðast yngsti markaskorari í El Clasico og svo lengi mætti telja.
Athugasemdir