Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 28. nóvember 2022 15:59
Elvar Geir Magnússon
Gengur illa hjá Vlahovic að hrista af sér meiðslin
Dragan Stojkovic, þjálfari Serbíu, segir að það gangi illa hjá sóknarmanninum Dusan Vlahovic að losna við meiðsli.

Vlahovic var á bekknum í 3-3 jafnteflinu gegn Kamerún í dag og virðist þessi sóknarmaður Serbíu enn ver að glíma við nárameiðsli.

„Dusan er ekki alveg klár, ég þurfti að nota leikmenn sem voru alveg heilir. Dusan er ekki klár í að spila á þessum styrkleika og það er áhyggjuefni fyrir okkur," segir Stojkovic.

Vlahovic kom inn í seinni hálfleik þegar Serbía tapaði gegn Brasilíu í síðustu viku en síðasti mótsleikur hans fyrir Juventus var 25. október.

Umboðsmaður hans, Darko Ristic, viðurkenndi í byrjun nóvember að líkamlegt ástand Vlahovic væri ekki eins og best sé á kostið.

Vlahovic hefur skorað sjö mörk í fimmtán leikjum með Juventus á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner