
Dragan Stojkovic, þjálfari Serbíu, segir að það gangi illa hjá sóknarmanninum Dusan Vlahovic að losna við meiðsli.
Vlahovic var á bekknum í 3-3 jafnteflinu gegn Kamerún í dag og virðist þessi sóknarmaður Serbíu enn ver að glíma við nárameiðsli.
„Dusan er ekki alveg klár, ég þurfti að nota leikmenn sem voru alveg heilir. Dusan er ekki klár í að spila á þessum styrkleika og það er áhyggjuefni fyrir okkur," segir Stojkovic.
Vlahovic var á bekknum í 3-3 jafnteflinu gegn Kamerún í dag og virðist þessi sóknarmaður Serbíu enn ver að glíma við nárameiðsli.
„Dusan er ekki alveg klár, ég þurfti að nota leikmenn sem voru alveg heilir. Dusan er ekki klár í að spila á þessum styrkleika og það er áhyggjuefni fyrir okkur," segir Stojkovic.
Vlahovic kom inn í seinni hálfleik þegar Serbía tapaði gegn Brasilíu í síðustu viku en síðasti mótsleikur hans fyrir Juventus var 25. október.
Umboðsmaður hans, Darko Ristic, viðurkenndi í byrjun nóvember að líkamlegt ástand Vlahovic væri ekki eins og best sé á kostið.
Vlahovic hefur skorað sjö mörk í fimmtán leikjum með Juventus á þessu tímabili.
Athugasemdir