Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 28. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alda Ólafs í Fram (Staðfest) - Skoraði 34 mörk í sumar
Kvenaboltinn
Mynd: Fram
Alda Ólafsdóttir, langmarkahæsti leikmaður 2. deildar í sumar, er gengin í raðir Fram frá Fjölni.

Alda, sem er 27 ára gömul og spilar stöðu framherji, skoraði 34 mörk í deild- og bikar á nýafstöðnu tímabili.

Hún fór hamförum með Fjölniskonum og endaði með 33 mörk í deild, en næsti leikmaður var sextán mörkum á eftir henni.

Fram hefur nú fengið Öldu frá Fjölni, en samhliða því að spila með Frömurum mun hún þjálfa 6. og 7. flokk kvenna.

Alda er uppalin í FH en hefur einnig spilað fyrir Aftureldingu og ÍR.

Framarar ætla sér stóra hluti í sumar. Liðið vann 2. deild á síðasta ári og hafnað þá í 7. sæti Lengjudeildinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner