Eberechi Eze, kantmaður Crystal Palace, vonast til þess að snúa aftur úr meiðslum fyrir jól.
Eze er nýbúinn að snúa aftur úr meiðslum en hann meiddist aftur í 2-1 tapi Palace gegn Luton síðasta laugardag.
Palace óttast að hinn 25 ára gamli Eze verði frá í fjórar vikur en leikmaðurinn sjálfur vonast til þess að snúa aftur fyrir það.
Þetta er annað áfall fyrir Palace þar sem miðjumaðurinn Cheick Doucoure verður frá í um sex mánuði eftir að hafa meiðst gegn Luton.
Eze hefur verið frá stóran hluta tímabilsins og Michael Olise er líka búinn að vera mikið frá. Meiðsli hafa verið að hafa mikil áhrif á liðið á tímabilinu en Palace er sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir