Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 28. nóvember 2023 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland bætti tvö met þegar hann minnkaði muninn gegn Leipzig
Mynd: EPA

Erling Haaland er að bæta markamet á hverjum degi þessa dagana en hann skoraði 50. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni um helgina í jafntefli gegn Liverpool.

Enginn hefur skorað 50 mörk eins fljótt og hann en norðmanninum tókst að gera það í 48 leikjum.


Manchester City hefur jafnað metin gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld en City er með þriggja stiga forystu á Leipzig á toppi riðilsins.

Leipzig var með 2-0 forystu í hálfleik en Haaland minnkaði muninn eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þetta var fertugasta mark hans í Meistaradeildinni í 35. leik sínum.

Hann er bæði fljótastur og yngstur til að ná 40 mörkum í Meistaradeildinni en Ruud van Nistelrooy skoraði 40 mörk í 45 leikjum. Kylian Mbappe var 23 ára og 317 daga gamall þegar hann skoraði 40 mörk en Haaland er 23 ára og 130 daga gamall.

Phil Foden jafnaði metin á 70. mínútu.

Sjáðu markið hjá Haaland


Athugasemdir
banner
banner
banner