Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 28. nóvember 2023 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann leit út eins og Manchester City leikmaður"
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Kobbie Mainoo sé leikmaður sem Pep Guardiola vilji hugsanlega fá yfir í Manchester City.

Mainoo var í byrjunarliði Manchester United gegn Everton á sunnudag og átti flottan leik á miðjunni. Þessi átján ára miðjumaður kom við sögu í þremur leikjum með United á síðasta tímabili og var í gær að leika sinn fyrsta leik á þessu tímabili.

Hann meiddist á undirbúningstímabilinu sem hélt honum frá vellinum, en hann heillaði gríðarlega í leiknum gegn Everton. Neville sagði að hann hefði verið besti leikmaður Man Utd í leiknum.

„Stærsta hrósið sem ég get gefið honum, og það er vont að segja það, er að hann leit út eins og Manchester City leikmaður," sagði Neville.

„Ég horfði á hann og hugsaði: 'Þetta er leikmaður sem Pep Guardiola myndi vilja hafa á sinni miðju'."

„Sem betur fer hann leikmaður Manchester United."
Enski boltinn - Ungverjinn upplifði mikinn hita, mikla reiði og sturlað mark
Athugasemdir
banner
banner