Ronaldinho, Luís Figo, Clarence Seedorf og Rivaldo voru meðal leikmanna sem mættu til leiks í El Clásico goðsagnaslag í dag.
Juan Pablo Sorín tók forystuna fyrir Barcelona strax á áttundu mínútu eftir undirbúning frá Ludovic Giuly.
Átta mínútum síðar tvöfaldaði 44 ára gamall Ronaldinho forystuna með glæsimarki beint úr aukaspyrnu.
Ronaldinho og David Villa komust svo báðir nálægt því að gera þriðja markið fyrir Börsunga en tókst ekki og var staðan 0-2 í leikhlé, eftir slakan fyrri hálfleik hjá Real Madrid.
Ronaldinho sýndi magnaða takta til að skapa færi fyrir sjálfan sig og aðra en ekki tókst Börsungum að bæta mörkum við, þar sem Roger Garcia komst næst því með skoti í slána áður en Madrídingar komu sér aftur inn í leikinn.
Figo minnkaði muninn á 58. mínútu áður en Edwin Congo jafnaði metin og var staðan 2-2 á lokakaflanum. Börsungar sóttu stíft þar sem Ricardo Quaresma og Patrick Kluivert fengu góð færi til að skora áður en Kluivert steig á vítapunktinn en lét verja frá sér.
Bæði lið komust nálægt því að hirða sigurinn í uppbótartíma en boltinn rataði ekki í netið svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu Börsungar betur 2-4 eftir að Jesús Angoy varði vítaspyrnur frá Edwin Congo og José Amavisca.
Ronaldinho scored a free-kick for Barcelona Legends against Real Madrid Legends.
byu/Laliga23 insoccer
Athugasemdir