29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 28. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Lengjudeildin
Bjarki í baráttunni í sumar.
Bjarki í baráttunni í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Þetta eru allt Völsungar'
'Þetta eru allt Völsungar'
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Nei, ég held nú ekki eftir gengi síðasta tímabils, það kveikti aðeins í manni aftur. Ég er búinn að segjast ætla hætta síðustu fjögur ár en ákvað að hætta því leikriti núna og vera bara með frá byrjun," sagði Bjarki Baldvinsson við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir áframhaldandi samning við Völsung í gær.

Bjarki er langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs, næstur á eftir honum er þjálfarinn Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.

„Þetta er gaman og þegar gengur vel þá er ennþá skemmtilegra. Ég held þetta verði gott sumar hjá okkur. Það hefur líka alveg helling að segja að Elfar Árni er kominn heim. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana og þetta gefur auka „boost". Það er frábært að fá hann. Ég ætla ekki að neita því að ég hef reynt að fá hann í Völsung, við erum bestu vinir."

Hversu stórt er þetta fyrir Völsung?

„Ég held þetta breyti öllu. Hann er búinn að gera þetta í öll þessi ár í efstu deild, ég er viss um að hann á eftir að lyfta öllu upp."

Seturðu kröfu á hann að fylla upp í öll mörkin sem Jakob Gunnar skilur eftir sig?

„Ekki kannski öll mörkin, en ég held að hann gefi okkur margt sem Jakob hafði ekki. Það væri mjög ósanngjarnt að krefja hann um að fylla alveg upp í þau mörk."

Völsungur kynnti Elfar Árna Aðalsteinsson sem nýjan leikmann í gær, þjálfarinn framlengdi sinn samning og Bjarki skrifaði undir ásamt Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að halda Arnari og Rafnari sem eru búnir að bera þetta uppi síðustu ár ásamt fleirum. Það er mjög gott, þetta eru allt Völsungar - Húsvíkingar. Það er spennandi sumar framundan," sagði Bjarki að lokum. Völsungur fór upp úr 2. deild í sumar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner