Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. janúar 2020 12:56
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Berglind komin í 3-1 gegn Zlatan
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fer vel af stað með AC Milan í ítölsku deildinni en hún skoraði eitt af mörkum liðsins í 6-3 sigri gegn Bari í dag.

Berglind er því komin með þrjú mörk í þremur fyrstu leikjum sínum en allir hafa þeir unnist.

AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Fiorentina sem er í öðru sæti. Juventus er í efsta sætinu með átta stiga forystu.

Berglind Björg kom til AC Milan frá Breiðabliki fyrr í þessum mánuði en hún mun leika í Serie A fram á vor áður en hún snýr aftur í Kópavoginn. Berglind fékk treyju númer 10 hjá AC Milan.

Þegar hún gekk í raðir AC Milan sagðist hún ætla að skora meira en Zlatan Ibrahimovic. Sá sænski er með eitt mark í fjórum leikjum fyrir karlalið Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner