Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 29. febrúar 2020 17:27
Ívan Guðjón Baldursson
Keflavík fær bandarískan framherja (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Keflavík er búið að semja við bandaríska sóknartengiliðinn Paula Germino-Watnick.

Paula leikur framarlega á miðjunni eða sem framherji og var lykilmaður í liði Gerogetown University í bandaríska háskólaboltanum.

Paula, 22 ára, vakti mikla athygli á sér í háskólaboltanum og var valin í tvö úrvalslið í fyrra.

Hún útskrifast í vor og verður því liðtæk fyrir Keflvíkinga í sumar.

„Paula er mjög spennt að koma til Íslands og taka þátt í verkefni sumarsins, að koma okkur aftur uppí Pepsí! Það eru því miklar væntingar til frammistöðu hennar í sumar í Inkasso," segir í Facebook færslu knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Keflavík féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og er markmiðið að komast beint aftur upp.
Athugasemdir