Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Timber ekki kominn alveg nógu langt
Jurrien Timber.
Jurrien Timber.
Mynd: Getty Images
Það styttist í það að hollenski varnarmaðurinn Jurrien Timber muni snúa aftur á völlinn með Arsenal.

Timber er byrjaður að æfa aftur með liðinu eftir langa fjarveru en hann sleit krossband í upphafi tímabilsins.

Þessi 22 ára gamli Hollendingur gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Ajax fyrir 38 milljónir punda. Hann er fjölhæfur varnarmaður og þrátt fyrir frábært tímabil hjá Arsenal hefur liðið saknað hans.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í Timber af fréttamönnum í dag og sagði þá:

„Afsakið það, en hann er ekki kominn nógu langt til að vera hluti af hópnum á mánudag. Sjúkrateymið hefur lýst yfir mikilli ánægju með hugarfar hans. Við þurfum að fara varlega því hann er á lokakaflanum í erfiðum meiðslum. Hann er á réttri leið."

Næsti leikur Arsenal er gegn Sheffield United í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner