Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Johnson: Salah fær ekki athyglina sem hann á skilið
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Glen Johnson fyrrum leikmaður Liverpool fékk það verkefni hjá The Mirror að stilla upp liði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það urðu að sjálfsögðu nokkrir Liverpool menn fyrir valinu hjá Johnson.

Það vakti þó athygli að aðeins Mo Salah komst í liðið af fremstu þremur leikmönnum Liverpool, Johnson sagði að Salah fengi ekki alltaf athyglina sem hann ætti skilið.

„Þrír fremstu leikmenn Liverpool hefðu allir getað ratað í liðið en Mo Salah fær mitt atkvæði, enn þann dag í dag tel ég að hann fái ekki þá athygli sem hann á skilið að fá. Hann hefur nú þegar skorað 91 mark fyrir Liverpool, hann skorar kannski ekki úr öllum skotum en það er ekki þar með sagt að hann sé ekki stórhættulegur fyrir framan markið," sagði Johnson.

Lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili að mati Glen Johnson er svona: Alisson, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Jonny Evans, Ben Chilwell, Mason Mount, Jordan Henderson, Kevin De Bruyne, Mo Salah, Jamie Vardy og Sergio Aguero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner