Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 22:30
Victor Pálsson
"Grealish getur valið á milli 99 prósent liða"
Mynd: Getty Images
Jack Grealish gæti spilað fyrir nánast öll félagslið heims að sögn Alan Sheehan sem lék með leikmanninum hjá Aston Villa.

Grealish er á óskalista margra liða á Englandi en hann er fyrirliði Villa og hefur staðið sig gríðarlega vel á leiktíðinni.

Sheehan telur að Grealish verði að koma til greina sem leikmaður ársins á Englandi og segir hann einn þann besta í úrvalsdeildinni.

„Að mínu mati þá er hann einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í dag. Það kæmi mér á óvart ef hann kæmi ekki til greina sem leikmaður ársins," sagði Sheehan.

„Þetta er undir honum komið. Hann er goðsögn og fyrirliði uppeldisfélagsins. Hann gæti örugglega valið að spila fyrir 99 prósent liða heims."

„Eins og er þá er eins og hann vilji gera þetta fyrir Aston Villa. Þetta er allt undir honum komið, hversu langt hann vill fara og miðað við hungrið þá held ég að hann muni halda áfram uppteknum hætti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner