Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 29. mars 2023 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bannið kemur Tottenham í opna skjöldu

Það kom í ljós í morgun að Fabio Paratici, yfirmaður fótboltamála hjá Tottenham, má ekki hafa nein afskipti af fótbolta næstu árin. Hann var settur í 30 mánaða bann frá ítölskum fótbolta í janúar en í morgun var það víkkað og hann settur í bann á heimsvísu.


Paratici fékk bannið vegna afskipta sinna af fjármálabraski hjá ítalska félaginu Juventus þar sem hann starfaði áður. Félagið er sakað um alvarleg fjársvik og 15 stig voru dregin af liðinu.

Þetta kemur á versta tíma fyrir Tottenham þar sem félagið er í leit af nýjum stjóra og að undirbúa leikmannakaup sumarsins.

Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að þetta bann komi öllum í opna skjöldu.

„Þessi nefnd hefur tekið ákvörðun án nokkurs fyrirvara. Við ætlum að leita frekari skýringa frá FIFA og fá upplýsingar um bannið," segir m.a. í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner