Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk heim í KR (Staðfest)
Kvenaboltinn
Farin frá Val í KR.
Farin frá Val í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á að baki 43 landsleiki.
Á að baki 43 landsleiki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir hefur fengið félagaskipti í KR en hún kemur frá Val. Hún er að snúa aftur á völlinn eftir barnseign.

Hún er 35 ára miðvörður sem á að baki 43 landsleiki.

Anna Björk er uppalin hjá KR, lék sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni 2004 og lék með liðinu út tímabilið 2008 þegar hún fór í Stjörnuna.

Hún var í Stjörnunni út tímabilið 2016 en fór þá erlendis í atvinnumennsku og var erlendis fram á sumarið 2023 ef frá er talið sumarið 2020 þegar hún var á Selfossi.

Hún lék með Örebro og LB í Svíþjóð, PSV í Hollandi, Le Havre í Frakklandi og Inter Milan á Ítalíu.

Hún sneri svo í Val sumarið 2023, varð Íslandsmeistari það haustið og var svo hluti af liði Vals fyrri hluta síðasta tímabils áður en hún steig til hliðar.

KR komst upp í Lengjudeildina síðasta sumar með því að enda í 2. sæti 2. deildar.

KR er spáð 8. sæti í Lengjudeildinni í ár, en sú spá var birt áður en ljóst varð að Anna Björk myndi spila með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner