Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 12:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir gefur upp hvað KR borgaði fyrir Halldór og Júlíus
Júlíus Mar Júlíusson.
Júlíus Mar Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær Georgsson.
Halldór Snær Georgsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom í síðasta ársreikningi Fjölnis að knattspyrnudeild félagsins hefði selt leikmenn fyrir 13,1 milljón á síðasta ári.

Vakin var athygli á þessu í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag en það gerist ekki á hverjum degi að félög séu að opinbera kaupverð fyrir leikmenn hér á Íslandi.

Markvörðurinn Halldór Snær Georgsson og varnarmaðurinn Júlíus Mar Júlíusson voru seldir frá Fjölni eftir að hafa slegið í gegn með liðinu í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Þeir voru báðir seldir í KR.

Það kemur fram í ársreikningnum að KR hafi borgað 8 milljónir fyrir Júlíus Mar og 4,5 milljónir fyrir Halldór Snæ. Þá var sóknarmaðurinn Hákon Ingi Jónsson seldur í HK fyrir 600 þúsund krónur.

„Þeir eru með allt upp á borðum. Það er óhætt að segja það," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Þarna stendur bara fullum fetum að Júlíus Mar hafi verið seldur til KR fyrir 8 milljónir króna og Halldór Snær hafi verið seldur til KR fyrir 4,5 milljónir króna. Þá vitum við að Knattspyrnufélag Reykjavíkur eyddi 12,5 milljónum í þessa tvo leikmenn. Peningum ágætlega varið held ég," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég giska, án þess að vita það, að ástæðan fyrir því að þetta sé svona rosalega upp á borðum sé aðkoma ÍBR að fjármálum Fjölnis þessa síðustu mánuði," sagði Tómas. „Þeir eru í vakt hjá Reykjavíkurborg," sagði Elvar Geir.

Hægt er að lesa ársreikninginn í heild sinni með því að smella hérna.
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Athugasemdir
banner
banner
banner