Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Varamaðurinn Jakob Snær kláraði Fram í lokin
watermark Jakob Snær Árnason gerði út um leikinn á lokamínútunum
Jakob Snær Árnason gerði út um leikinn á lokamínútunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
watermark
Mynd:
KA 4 - 2 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('33 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('37 , víti)
2-1 Bjarni Aðalsteinsson ('51 )
2-2 Frederico Bello Saraiva ('55 , víti)
3-2 Jakob Snær Árnason ('85 )
4-2 Jakob Snær Árnason ('92 )
Lestu um leikinn

KA vann þriðja heimaleik sinn í Bestu deildinni á tímabilinu er liðið bar sigurorð af Fram, 4-2, á Greifavellinum í dag. Jakob Snær Árnason skoraði tvö mörk á lokamínútunum.

Heimamenn höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum á Greifavelli með fjórum mörkum og ætlaði liðið ekki að leika sama leik. Þeir byrjuðu sterkt og ógnuðu marki Fram fyrstu 15-20 mínúturnar áður en Framarar lifnuðu við.

Framarar áttu dauðafæri á 25. mínútu er Magnús Þórðarson lagði boltann á Aron Jóhannsson sem var einn gegn Kristijan Jajalo en Bosníumaðurinn varði frábærlega.

Átta mínútum síðar kom Guðmundur Magnússon Frömurum í forystu. Fred Saraiva átti skot í stöng áður en Guðmundur komst í frákastið og skilaði boltanum í netið.

Heimamenn fengu vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar eftir að Óskar Jónsson straujaði Hallgrím Mar Steingrímsson í teignum og fór Hallgrímur sjálfur á punktinn og jafnaði leikinn.

KA gat vel verið með forystu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks en Ólafur Íshólm Ólafsson sá þó til þess að svo væri ekki.

Bjarni Aðalsteinsson kom KA yfir snemma í síðari hálfleiknum með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms en uppskriftin var svipuð og í fyrri hálfleiknum.

Framarar fengu víti í kjölfarið eftir að Hrannar Björn Steingrímsson keyrði utan í Má Ægisson. Fred sendi Jajalo í vitlaust horn og staðan 2-2.

Siglfirðingurinn Jakob Snær Árnason sá um að sækja öll stigin fyrir KA. Þorri Mar Þórisson þrumaði boltanum á fjærstöngina og þar var Jakob mættur til að klára færið og í uppbótartíma bætti hann við öðru marki af stuttu færi eftir sendingu frá Harley Willard. Glæsileg innkoma hjá honum í dag en hann kom inná sem varamaður á 62. mínútu.

Glæsilegur baráttusigur KA sem er komið upp í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en Framarar í 9. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner