Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 29. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bjartsýnn á að Ancelotti taki við brasilíska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ednaldo, forseti brasilíska fótboltasambandsins, er afar bjartsýnn á að Carlo Ancelotti taki við karlalandsliðinu á næstunni en þetta sagði hann í viðtali við UOL Esporte.

Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil en liðið vann aðeins einn titil á þessari leiktíð.

Madrídingar urðu bikarmeistarar á Spáni en töpuðu titilbaráttunni í deildinni gegn erkifjendunum í Barcelona og þá datt liðið úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Ancelotti hefur lengi vel verið orðaður við brasilíska landsliðið og er mikil bjartsýni á að hann taki við starfinu.

„Plan A er Carlo Ancelotti og tilfinningin er sú að það muni gerast. Hann elskar brasilíska landsliðið, þekkir marga leikmenn og brasilískan fótbolta,“ sagði Ednaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner