Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkari pabba sínum en Ísaki - „Það er þá aðallega bara skapið"
watermark Búinn að búa hérna frá því ég var fimm ára
Búinn að búa hérna frá því ég var fimm ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ég hef heyrt mikið að ég sé mikið líklari pabba sem leikmanni
Ég hef heyrt mikið að ég sé mikið líklari pabba sem leikmanni
Mynd:
Skagamaðurinn Daniel Ingi Jóhannesson ræddi við Fótbolta.net á föstudagskvöldið. Ræddi hann um fyrsta byrjunarliðsleikinn sinn hjá ÍA og þá ákvörðun að ganga í raðir danska félagsins Nordsjælland í sumar.

Sjá einnig:
Ánægður að sjá Daníel Inga taka skrefið út - „Gleðiefni fyrir okkur"
Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn

Daniel var spurður út í bróður sinn, Ísak Bergmann, sem er leikmaður FC Kaupmannahafnar í Danmörku og íslenska landsliðsins. Hver er munurinn á bræðrunum?

„Ég hef heyrt mikið að ég sé mikið líkari pabba sem leikmanni, fólk segir að ég sé ekki alveg eins og Ísak. Það er þá aðallega bara skapið," sagði Daniel og brosti. „Já, ég myndi segja að Ísak væri aðeins rólegri en ég og pabbi."

Er erfitt að taka ákvörðun um að fara frá ÍA? „Það er auðvitað gríðarlega erfitt, er búinn að búa hérna frá því ég var fimm ára - átti auðvitað heima úti fyrst. Þetta var mjög erfitt en er líka jafn spennandi."

Ísak byrjaði á dögunum sinn fyrsta leik á árinu og lagði upp sigurmarkið gegn AGF. Hann kom svo inn á sem varamaður í dag í mikilvægum sigri í titilbaráttunni. Í vetur hefur Ísak meira verið í hlutverki varamanns. Hvernig hefur verið að fylgjast með honum?

„Þetta er búið að vera erfitt ár fyrir hann, ekki búinn að fá mikið af tækifærum, en hann nýtti leikinn á móti Århus virkilega vel fannst mér."

„Það er alltaf hægt að senda skilaboð á hann eða hringja í hann og tala um hvað sem er, ekki bara um fótbolta."


Ísak var í viðtali við Tipsbladet fyrir helgi og var skilningur fréttaritara - eftir lestur á því viðtali - sá að Daniel myndi búa hjá Ísaki. Það verður ekki samkvæmt Daniel.

„Það er ekki satt, en það eru bara 20 mínútur frá þar sem Nordsjælland er. Hann er nýkominn með bílpróf og getur náð í mig hvenær sem er. Þetta eru um 20 mínútur, fer samt eftir umferðinni í Kaupmannahöfn," sagði Daniel að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner