Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak þurfi að vera þolinmóður - „Getur verið einn af stóru gæjunum í þessari deild"
Ísak hefur komið við sögu í fjórum leikjum, skorað eitt mark og lagt upp eitt.
Ísak hefur komið við sögu í fjórum leikjum, skorað eitt mark og lagt upp eitt.
Mynd: Guðmundur Svansson
Tvítugur kantmaður sem keyptur var til Norrköping í fyrra.
Tvítugur kantmaður sem keyptur var til Norrköping í fyrra.
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak Andri Sigurgeirsson var ekki í leikmannahópi Norrköping þegar liðið steinlá gegn Varnamo. Í leiknum á undan var Ísak í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu og lagði upp mark í tapleik gegn Brommapojkarna.

Liðinu gengur ekki, hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum og Ísak hefur einungis komið við sögu í tveimur af þeim leikjum. Norrköping er í 14. sæti í 16 liða deild.

Ísak var keyptur til Norrköping frá Stjörnunni síðasta sumar. Andreas Alm, þjálfari Ísaks, tjáði sig um hann nýlega.

Fótbolti.net ræddi við fyrrum þjálfara Ísaks, Jökul Elísabetarson, í dag. Jökull þjálfaði Ísak hjá Stjörnunni í eitt og hálft ár.

Hefurðu einhverja skoðun á stöðunni hjá Ísaki?

„Ég náttúrulega er ekki þarna og veit ekki hvað er í gangi, ég þarf að heyra í honum og peppa hann aðeins. Þjálfarinn hans er nýbúinn að koma út með það að það sé búið að vinna með hugarfar og svoleiðis. Ísak Andri á að geta allt að því tekið yfir þessa deild, í þessu liði á hann að geta farið eins langt og það nær, getur verið einn af stóru gæjunum í þessari deild. Ég held að hann verði það, hef engar áhyggjur af því og held hann þurfi að vera þolinmóður. Ég held hann þurfi að leggja meira á sig og ef hann er þolinmóður líka þá hef ég engar áhyggjur af honum. Ég held að hann sé ekki að hugsa um að koma heim, held hann taki bara slaginn þarna áfram og gefi bara i og verði betri."

„Ég sá líka að þjálfarinn sagðist vera með einhverja öfluga leikmenn í samkeppni við Ísak. Ég er auðvitað hlutdrægur í þessu máli, þykir vænt um Ísak og hef trú á honum, en ég á bara erfitt með að sjá að hann (þjálfarinn) sé með mikið betri leikmenn en hann þarna,"
sagði Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner